Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. mars. 2012 02:53

Landsbyggðin lifir skorar á stjórn Mjólkursamsölunnar

Stjórn samtakanna Landsbyggðin lifir hefur sent frá sér eftirfarandi áskorun til Mjólkursamsölunnar, félags í eigu bænda og Kaupfélags Skagfirðinga:
"Nú seinni ár hefur færst í vöxt að þjappa fyrirtækjum og þjónustu saman á einn stað, helst í mesta þéttbýlinu.  Þetta er gert í nafni hagræðingar og til að auka hagnað fyrirtækja og oft án tillits til áhrifa á aðra hluta samfélagsins. Þessi þróun náði hámarki fyrir þremur til fjórum árum en hefur aðeins gengið til baka.

Þær fréttir að leggja eigi Mjólkursamlagið á Ísafirði niður vekja með landsbyggðarfólki ugg því þetta fyrirtæki er í eigu bænda (Auðhumla 93%, sem er félag rúmlega 700 bænda á landinu öllu og Kaupfélag Skagfirðinga 7%).  Það er stór biti að kyngja þegar bændur sjálfir færa störfin og þjónustuna einhliða frá landsbyggðinni og í þéttbýlið á suðvesturhorninu. 

Ætla mætti að bændum væri í mun að halda landinu í byggð. Mjólkursamlagið á Ísafirði er síðasta vígi úrvinnslufyrirtækja í landbúnaði á Vestfjörðum.

Þá er einnig hægt að spyrja í hverju hagræðingin sé fólgin þegar yfir 500 þúsund lítrar af neyslumjólk eru fluttir landshorna á milli til vinnslu og pökkunar og síðan til baka aftur. Hver er kostnaðurinn við að senda hvern lítra mjólkur frá Ísafirði til Búðardals til að vinna hann þar og senda síðan mjólk frá Reykjavík til baka, á móti því að vinna vöruna í heimabyggð. Fyrirtæki sem státar sig af því að vinna í sátt við umhverfi sitt getur varla réttlætt svona flutninga fram og til baka.

Svona flutningar með meðfylgjandi orkusóun og mengun hlýtur að vera í hrópandi andstöðu við stefnumörkun fyrirtækisins sem vill státa af því að starfa í sátt við umhverfið. Sjálfbærni á ekki að vera tískuorð sem hægt er að nota við hátíðleg tækifæri heldur sjálfsagður hlutur. Beint frá býli er einnig mikið í umræðunni nú um stundir og þessi gjörningur kemst eins langt frá því hugtaki og hugsast getur.

Það er slæmt fyrir landsbyggðina að missa störf og alveg afleit þróun þegar landsbyggðin sjálf (fyrirtæki bænda) leggja grunninn að þessum gjörningum. Ísland er land elds og ísa sem hefur í gegn um tíðina minnt okkur á sig með jarðhræringum og fannfergi með tilheyrandi ófærð. Það er því meira öryggi í því að dreifa framleiðslufyrirtækjum niður á landshlutana til að tryggja matvælaöryggi.

Stjórn Landsbyggðin lifir skorar á eigendur Mjólkursamsölunnar að halda rekstri Mjólkursamlagsins á Ísafirði áfram til hagsbóta fyrir jaðarsvæði sem á í vök að verjast. Jafnframt er á það minnt að fyrirtækið er undanþegið samkeppnislögum og ber því enn ríkari samfélagslega ábyrgð en ella.

 

Stjórn Landsbyggðin lifir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is