Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. mars. 2012 09:36

Lið Skallagríms og ÍA sigruðu í fyrstu viðureignunum

Vesturlandsliðin léku vel í kvöld í fyrstu viðureignum fyrri umferðar úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta. Skagamenn gerðu sér lítið fyrir og skelltu liði Hamars með 16 stigum, 77-93. Leikið var í Hveragerði. Lið ÍA hafði yfirhöndina allan leikinn og er óhætt að fullyrða að sigur þeirra gulklæddu hafi aldrei verið í hættu. Í Borgarnesi unnu Skallagrímsmenn spræka Hattarmenn frá Egilsstöðum. Mikil stemming var á leiknum og var stúkan þétt setin áhorfendum sem að þessu sinni voru á fimmta hundraðið. Borgnesingar leiddu með fáeinum stigum í fyrri hálfleik en í þeim seinni lét liðið kné fylgja kviði með föstum leik og tryggði sér þannig öruggan sigur. Engu breytti að Hattarmenn náðu að rétt sinn hlut eilítið á lokamínútum leiksins. Lokatölur leiksins urðu 105-99.

Leikir númer tvö í úrslitakeppninni fara fram á sunnudaginn. Þá fá Skagamenn Hvergerðinga í heimsókn á Akranes á meðan Skallagrímsmenn halda austur á Egilsstaði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is