Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. mars. 2012 11:01

Gáfu Höfða minningargjöf um Helga Andrésson

Síðastliðinn fimmtudag afhenti Hafdís Daníelsdóttir á Akranesi, börn hennar og afkomendur,  minningargjöf til Dvalarheimilisins Höfða; gítar og píanó. Gjöfin var til minningar um Helga Andrésson sem lést af slysförum 15. mars árið 2002, fyrir réttum tíu árum. Kristján Sveinsson formaður stjórnar Höfða þakkaði rausnarlega gjöf og þann hlýja hug sem hún sýndi. „Það er enginn vafi að þau góðu hljóðfæri sem þið gefið Höfða munu nýtast vel í nýjum húsakynnum. Íbúum Höfða, starfsmönnum og gestum til mikillar ánægju,“ sagði Kristján.

 

 

 

 

Hann sagði jafnframt að Helgi Andrésson, sem minningargjöfin væri um, hafi verið starfsfólki Höfða að góðu kunnur. „Hann var um langt árabil formaður Starfsmannafélags Akraneskaupstaðar, sem nú hefur sameinast Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar, en um tveir þriðju af starfsfólki Höfða eru í því félagi. Helgi lagði alltaf mikla áherslu á að starfsfólk Höfða væri í þessu félagi og lagði sig mjög fram um að ná góðum kjarasamningum og lífeyrisréttindum fyrir félagsmenn. Höfðafólk minnist Helga Andréssonar með þakklæti og virðingu og þakkar konu hans og afkomendum kærlega fyrir þann hlýhug sem þau sýna Höfða,“ sagði Kristján Sveinsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is