Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. mars. 2012 11:36

Snæfell búið að tryggja sjötta sætið í deildinni

Síðasta vika hefur verið góð hjá karlaliði Snæfells í körfuboltanum. Snæfellingar unnu góðan sigur á Grindvíkingum suður með sjó sl. fimmtudagskvöld og lögðu síðan Tindastólsmenn að velli í Hólminum í gærkvöldi, 89:80. Sá leikur skar úr um hvort liðið endaði í sjötta sæti deildarinnar, en einungis munaði tveimur stigum á liðunum fyrir leikinn. Snæfell heldur sjötta sætinu, en í því sæti lenti liðið einmitt í hitteðfyrra þegar það stóð á endanum uppi sem Íslandsmeistari. Þar sem mikil barátta er um sæti númer tvö til fjögur í deildinni er óvíst hverjir andstæðingarnir verða í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Ein umferð er eftir í úrvaldsdeildinni, Snæfell mætir Val á Hlíðarenda núna á fimmtudagskvöldið.

 

 

 

 

Leikur Snæfells og Tindastóls var jafn fram af, en í öðrum leikhluta náði Snæfell góðu forskoti. Gestunum tókst þó aðeins að rétta sinn hlut fyrir leikhléið, en þá var staðan 45:39 fyrir Snæfelli. Sveiflur voru í leiknum í byrjun seinni hálfleiks. Snæfell jók forystuna en Tindastólsmenn komu til baka og leikurinn var jafn alveg fram á lokamínúturnar en þá reyndust heimamenn mun sterkari. Pálmi, Jón Ólafur og Marquis settu flest niður á meðan Tindastóll braut á þeim og Snæfell komst með hörkuvörn, góðri vítanýtingu og góðum sóknum í 87:77 og gerði það útslagið í leiknum, en lokatölur urðu 89:80.

 

Hjá Snæfelli var Marquis Hall sigahæstur með 32 stig og 4 stoðsendingar, Jón Ólafur kom næstur með 20/11 frák/3 stoðs, Quincy Cole 15/14 frák/3 stoðs, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 12/3 stoðs, Sveinn Arnar Davíðsson 7/7 frák, Hafþór Ingi Gunnarsson 2 og Ólafur Torfason 1/4 frák.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is