Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. mars. 2012 02:37

Mæðrastyrksnefnd Vesturlands húsnæðislaus í þriðja sinn

Húsnæði sem Mæðrastyrksnefnd Vesturlands hefur haft til afnota að Skólabraut á Akranesi, í fyrrum húsnæði Kaffi Markar, hefur nú verið selt og allt stefnir í að nefndin lendi á götunni með allt sitt hafurtask í síðasta lagi 25. mars næstkomandi. Þær stöllur Aníta B Gunnarsdóttir og Guðrún Jóhannesdóttir hjá Mæðrastyrksnefnd eru því að leita að nýju húsnæði fyrir starfsemina. Þetta er í þriðja sinn á jafn mörgum árum sem starfsemi nefndarinnar hefur þurft að færa sig um set og í öll þrjú skiptin eru sökum þess að húsnæðið hefur verið selt. Það gæti því verið gott ráð fyrir einstaklinga eða fyrirtæki sem eiga óselt húsnæði, að veita Mæðrastyrksnefnd afnot af því. Mæðrastyrksnefnd hefur hins vegar ekki burði til að greiða leigu og verður að treysta á velunnara félagsins. Nefndin hefur þó greitt fyrir hita og rafmagn á þeim stöðum sem hún hefur verið. Aðspurðar segja þær Aníta og Guðrún að jafnvel myndi duga fyrir starfsemina þokkalegur bílskúr sem ekki er í notkun og er upphitaður.

 

 

 

 

Mæðrastyrksnefnd Vesturlands starfar eins og nafnið gefur til kynna fyrir allt Vesturland og er greitt undir sendingarkostnað til staða utan Akraness. Nefndinni berast að jafnaði 40-80 umsóknir á mánuði eftir því hvort barnabætur eða aðrar greiðslur eru að berast. Hægt er að gera ráð fyrir að hver umsókn sé fyrir 3-5 einstaklinga að meðaltali. Síðastliðið ár úthlutaði nefndin yfirleitt einu sinni í mánuði. Árin áður var úthlutað um jól og á álagstímum en frá því í fyrra hefur heldur dregið úr fjölda úthlutana, en þá breytingu er hægt að rekja til breyttra reglna.

 

Þeir sem vilja styrkja Mæðrastyrksnefnd geta lagt inn á bankanr. 186 – 05 – 65465. Kt. 411276-0829. Símanúmer nefndarinnar er 859-3200.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is