Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. mars. 2012 05:43

Lóan er komin til landsins

Fyrsta heiðlóan sem sannanlega kemur til landsins á þessu voru vappar nú á heimtúninu við bæinn Ytri Hólm í Hvalfjarðarsveit, skammt sunnan við Akranes. Það var Erling Þór Pálsson, hafnsögumaður sem býr í Lindási sem var að viðra sig og hundinn á túninu skammt frá bænum þegar hann sá til lóunnar síðdegis í dag, 19. mars. Í ljósi efasemda sem menn höfðu um lóu sem heyrst hafði í á Suðurlandi í síðustu viku, vildi Elli hafa vaðið fyrir neðan sig og hringdi því á ljósmyndara frá Skessuhorni til að færa sönnur á mál sitt. Lóan var staðreynd og vappar hún nú á túnunum milli bæjanna og virtist nokkuð sæl með atlætið þrátt fyrir stífan vind og þræsing af suðri. Þetta mun vera með alfyrsta móti sem lóan kemur til landsins, en árin 1998 til 2005 sást fyrst til lóunnar hér við land frá 20. til 31. mars. Þessi sanni vorboði er boðinn hjartanlega velkominn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is