Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. mars. 2012 06:48

Afar sérkennilegt skeytingarleysi um málefni framhaldsskólanna

Undanfarið hálft ár og rúmlega það hefur bæjarstjórinn á Akranesi reynt árangurslaust að fá svör frá mennta- og menningarmálar-áðuneytinu varðandi stofnun samstarfshóps, með þátttöku fulltrúa sveitarfélaganna, um stöðu framhaldsskóla á Vesturlandi. Ráðuneytið boðaði að það myndi beita sér fyrir stofnun samstarfshópsins í byrjun apríl á síðasta ári í kjölfar fundar sem það hélt með forsvarsmönnum skólanna og fulltrúum sveitarfélaganna. Síðan þá hefur ekkert heyrst frá fulltrúum ráðuneytisins og hafa þeir ekki einu sinni hafa haft fyrir því að svara margítrekuðum fyrirspurnum Akraneskaupstaðar.

 

 

 

 

 

Ráðuneytið sýnir engin viðbrögð

Aðdragandi málsins er sá að í byrjun síðasta árs funduðu fulltrúar ráðuneytisins og sveitarfélaganna á Vesturlandi um málefni framhaldsskólanna á svæðinu. Fundinn sátu meðal annars menntamálaráðherra og ráðuneytisstjóri. Ráðuneytisfólk lýsti á fundinum yfir áhyggjum af erfiðri rekstrarstöðu skólanna þriggja og þar af leiðandi möguleikum þeirra til að bjóða upp á fjölbreytt nám. Vegna þessa viðraði ráðherra þá hugmynd að skoðaðir yrðu kostir þess að sameina skólana þrjá, hugmynd sem fulltrúar sveitarfélaganna tóku treglega í. Engu að síður lýsti sveitarstjórnarfólk áhuga á að kanna möguleika á nánara og formlegu samstarfi skólanna í einhverri mynd sem þó myndi ekki skerða sjálfstæði þeirra.

 

Nánar er fjallað um málið í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is