Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. mars. 2012 02:01

Miklir möguleikar í Borgarnesi

Borgnesingurinn og arkitektinn Sigursteinn Sigurðsson hefur að undanförnu vakið athygli fyrir nýstárlega umfjöllun sína um skipulagsmál í Borgarnesi. Sigursteinn lauk BA gráðu í arkitektúr frá Listaháskóla Íslands árið 2007 og vann að því loknu hjá hönnunarfyrirtækinu Arkiteó í Reykjavík fram á haust 2008. Þá hélt hann til Skotlands og hóf framhaldsnám í arkitektúr við hinn virta Glasgow School of Art (GSA) í samnefndri borg þar sem hann lauk diplómagráðu 2010 og mastersgráðu 2011. Að lokinni Skotlandsdvöl lá leið Sigursteins aftur heim í Borgarnes en þar býr hann nú ásamt unnustu og barni. Hart hefur verið í ári hjá arkitektum á Íslandi allt frá hruni íslensku bankanna haustið 2008 og lítið sem ekkert að gera fyrir þá.

Sigursteinn dó þó ekki ráðalaus og hefur unnið ötullega að hugmyndum sínum um skipulag Borgarness og Borgarbyggðar í heild frá heimkomu á síðasta ári. Hugmyndavinnuna kallar Sigursteinn: Borgbyggðungar. Hann hefur komið sér upp fróðlegri heimasíðu um verkefnið sem sjá má hér. Þar að auki bloggar Sigursteinn reglulega um skipulagsmál í Borgarbyggð en bloggið má sjá hér.

 

Lesa má fróðlegt viðtal við Sigurstein Sigurðsson arkitekt í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is