Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. mars. 2012 10:37

Stjórnendur LbhÍ svara gagnrýni Ríkisendurskoðunar

Í nýútkominni skýrslu hvetur Ríkisendurskoðun yfirvöld menntamála og stjórnendur Landbúnaðarháskóla Íslands til að taka á fjárhagsvanda skólans. Landbúnaðarháskóli Íslands var stofnaður árið 2005 með sameiningu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins og Garðyrkjuskóla ríkisins. Virðist sem fjárveitingar til stofnunarinnar hafi ekki haldist í hendur við þá starsemi sem þar hefur verið byggð upp frá sameiningu. Gagnrýnir Ríkisendurskoðun stjórnendur LbhÍ harðlega og segir þá hafa farið langt framúr fjárheimildum og glími við fjárhagsvanda sem ágerst hafi með árunum. Réttilega er bent á í skýrslunni að á undanförnum árum hefur nemendum og námsbrautum við skólann fjölgað verulega. Stjórnendur sem og starfsfólk mennta- og menningarmálaráðuneytis telji að fjárhagsvanda skólans megi fyrst og fremst rekja til þess að framlög ríkisins hafa ekki haldið í við þessa þróun.

Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri fyrir árið 2011 nam uppsafnaður halli skólans í árslok 307 milljónum króna. Á sama tíma námu heildarskuldir skólans um 739 milljónum króna og höfðu fimmfaldast frá stofnun hans 2005. Langstærstur hluti skuldanna eru við ríkissjóð. Í skýrslu sinni bendir Ríkisendurskoðun á að um sé að ræða fjármuni sem Alþingi hafi aldrei samþykkt að verja til skólans. Jafnframt er minnt á að forstöðumenn ríkisstofnana beri samkvæmt lögum ábyrgð á því að starfsemi þeirra sé í samræmi við fjárheimildir.

 

Fjárveitingar ekki í samræmi við umfang starfseminnar

Yfirvöld Landbúnaðarháskólans svara gagnrýninni sem fram kemur í skýrslunni í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér í gær. Segir þar m.a. að á sama tímabili og skýrsla Ríkisendurskoðunar fjallar um, hafi tekist að koma upp starfhæfum, nýjum háskóla sem sinni ótal brýnum og mikilvægum verkefnum, tvöfalda nemendafjölda, tífalda fjölda námskeiðsgesta í endurmenntun og koma á fót nýjum vel fjármögnuðum verkefnum á borð við jarðvegsverndarskóla SÞ, loftslagsbókhaldi, kynbótamati búfjár, erfðalindasetri, votlendissetri o.fl. „Þetta hefur tekist með duglegu og ósérhlífnu starfsfólki sem tilbúið er að leggja mikið á sig til að láta hlutina ganga. Við óskum því eftir að okkar staða sé metin af sanngirni,“ segir m.a. í svörum yfirstjórnar Landbúnaðarháskóla Íslands við framkominni gagnrýni í skýrslu Ríkisendurskoðunar.

 

Hvetur til sameiningar við HÍ

Athygli vekur að Ríkisendurskoðun beinlínis hvetur stjórnvöld til að Landbúnaðarháskólinn verði sameinaður Háskóla Íslands. Bendir í því sambandi á niðurstöðu nefndar sem fjallaði um háskólastarfsemi og skilaði skýrslu 2009 hafi lagt til sameiningu skólanna enda „fæli það í sér tækifæri til að efla háskóla- og vísindastarf hér á landi,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem hvetur mennta- og menningarmálaráðuneytið til að ákveða sem fyrst framtíðarstöðu Landbúnaðarháskólans. „Hingað til hafa fjárveitingar til skólans ekki verið í samræmi við reglur ráðuneytisins um framlög til framhalds- og háskóla. Hvort sem skólinn mun starfa áfram sem sjálfstæður háskóli eða sameinast Háskóla Íslands telur Ríkisendurskoðun mikilvægt að fjárveitingar til hans verði felldar að þessum reglum.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is