Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. mars. 2012 03:01

Sveitamaður á áttræðisaldri gefur út ljóðin sín

Þessa dagana er að koma út vísnabók frá 76 ára gömlum hagyrðingi á Akranesi, Sigmundi Benediktssyni. Sigmundur er fæddur og uppalinn í gamla Saurbæjarhreppi í Eyjafirði, en hefur búið á Akranesi frá árinu 1971. Sigmundur byrjaði barnungur að læra vísur og fjögurra ára gamall hafði hann numið 92 vísur. Flestar vísurnar lærði hann af móður sinni, sat þá á skammeli í fjósinu meðan hún handmjólkaði kýrnar. Sjálfur byrjaði Sigmundur barnungur að fást við braglistina og gerði fyrstu vísuna 12 ára gamall.

 

 

 

Vísnabók Sigmundar heitir “Þegar vísan verður til..” og þarna koma vísur hans í fyrsta sinn út á prenti, en hann er þekktur í hópi þeirra sem fylgjast með kveðskap á samskiptavefnum Leir og í Kvæðamannafélaginu Iðunni. Félagi hans í þeim hópi, Sigurður Sigurðarson dýralæknir segir m.a. um Sigmund á bókarkápu. “Að jafnaði er hlýr strengur í ljóðum Sigmundar, sjaldan kerskni eða kuldi. Það er fengur að þessari bók og unun að lesa hana fyrir alla þá sem unna góðum kveðskap. Vísurnar í bókinni eru aðeins brot af því sem Sigmundur á geymt í handraðanum, bæði af lausavísum og ljóðum. Við vonumst eftir meiru seinna,” segir Sigurður.

 

Lesa má spjall við Sigmund Benediktsson hagyrðing á Akranesi í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is