Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. mars. 2012 09:01

Orðin æst í að mæta á æfingar eftir helgarfrí

Hildur Sigurðardóttir er fædd og uppalin í Stykkishólmi og á að baki glæstan feril í körfubolta. Í apríl á síðasta ári skrifaði Hildur undir samning við Snæfell. Hún hafði áður verið að spila með KR í Reykjavík og er nú einn af lykilmönnum upprennandi kvennaliðs Snæfells. Hildur hefur einnig spilað með ÍR og Grindavík hér á landi. Í síðustu viku lauk efstu deild kvenna í körfubolta og endaði Snæfell í þriðja sæti deildarinnar og tekur nú úrslitakeppnin við. Hildur byrjaði ung að spila körfubolta með eldri systkinum sínum. „Ég á eldri systkini sem voru að leika sér í körfubolta, ég leit mikið upp til þeirra og fékk oft að spila með þeim. Ég held ég hafi verið átta ára þegar mér var fyrst hleypt inn á æfingu með eldri krökkum og þá var ég búin að vera að bíða eftir því að fá að mæta á æfingar. Ég hef ekkert stoppað síðan, varla tekið sumarfrí.“

„Ég er auðvitað fædd og uppalin í Stykkishólmi og bjó hér þangað til ég var 16 ára og þurfti að flytja í burtu til að halda áfram námi og festist einhvern veginn í Reykjavík.“ Hildur segir að þær hafi farið nokkrar ungar saman frá Snæfelli, til að fara í nám í Reykjavík og þær hafi farið að spila með ÍR. Hún fór einnig í atvinnumennsku til Svíþjóðar, þar sem hún spilaði með liðinu Jamtland Basket.

 

Lesa má viðtal við Hildi Sigurðardóttur körfuboltakonu hjá Snæfelli í Stykkishólmi í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is