Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. mars. 2012 02:01

Grundarfjörður er heimili mitt núna

Grundfirðingurinn Johnny Cramer rekur farfuglaheimili í Grundarfirði og hefur verið að byggja þann rekstur mikið upp undanfarin ár. Fyrirtækið ber nafnið 65° Ubuntu og fer síflellt stækkandi. Nú eru fjögur hús í eigu þess, þar af þrjú í Grundarfirði. Eitt húsanna er á Hellissandi en er ekki í notkun enn sem komið er. Yfir eitt hundrað gistipláss eru í 39 herbergjum í rekstri fyrirtækisins. Nafnið 65° Ubuntu er komið frá því að breiddargráða 65 liggur í gegnum Breiðafjörðinn og Ubuntu er afrískt orð sem í mjög lauslegri þýðingu þýðir að vera góðhjartaður. „Hérna er ég - og þaðan kem ég,“ segir Johnny um nafnið.

„Ég er fæddur og uppalinn í Suður-Afríku og þar fór ég í skóla. En að námi loknu varði ég miklum tíma í Evrópu og þá aðallega í Englandi. Fyrir um það bil 15 árum ákvað ég, ásamt þáverandi konu minni, að fara í þriggja mánaða ferð til Íslands, þar sem við ferðuðumst um og skoðuðum landið. Í þeirri ferð upplifði ég vetur í fyrsta sinn, það þótti mér rosalega spennandi. Tveimur árum eftir þriggja mánaða ferðina kom ég aftur til Íslands og fékk starf á Bíldudal og næstu ár vann ég þar í fjóra eða fimm mánuði á ári og ferðaðist svo hina mánuðina. Seinna kom ég til Grundarfjarðar og fékk þar starf hjá Soffaníasi Cecilsyni."

 

Lesa má viðtal við Johnny Cramer gistihúsaeiganda í Grundarfirði í Skessuhorni vikunnar. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is