Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. mars. 2012 11:27

Lagt til að sýslumannsembættum verði fækkað í átta

Í nýju frumvarpi sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur lagt fram á Alþingi er gert ráð fyrir að sýslumannsembættum verði fækkað í átta úr 24. Gert er ráð fyrir að þessi breyting og lagabreyting því samfara muni öðlast gildi 1. janúar 2015. Sýslumannsembættin yrðu á höfuðborgarsvæðinu,Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi, Suðurlandi og Suðurnesjum. Fyrirætlanir innanríkisráðherra ganga út á að samhliða fækkun sýslumannsembætta verði löggæsla skilin frá starfsemi sýslumanna og stofnuð sex ný lögregluembætti og þau verði alls átta. Nái þessar breytingar fram að ganga munu fjögur sýslumannsembætti á Vesturlandi verða að einu, en þau eru nú á Akranesi, í Borgarnesi, Stykkishólmi og Búðardal.

 

 

 

 

Frumvarpið gerir ráð fyrir að hægt verði að stíga ákveðin skref í átt að hinu nýja skipulagi fyrr, t.d. með sameiningu embættisverka tveggja eða fleiri embætta þar sem sami sýslumaður gegnir embættunum, eða með sameiningu, sé slík leið fær sbr. ákvæði til bráðabirgða. Sýslumenn hinna nýju embætta verða valdir úr hópi starfandi sýslumanna, öðrum verða boðin störf við hin nýju embætti. Hvað aðra starfsmenn embættanna varðar er gert ráð fyrir að þeim verði öllum boðið starf hjá nýjum embættum, sem taka við öllum réttindum og skyldum hinna gömlu embætta, samkvæmt því sem fram kemur á vef innanríkisráðuneytisins.

 

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir einnig að gengið sé út frá því að skipulagsbreyting sem í frumvarpinu felst og áform um stofnun nýrra lögregluembætta samkvæmt lögreglulögum hafi ekki í för með sér miklar breytingar á húsnæði. Í öllum tilvikum yrði leitast við að nýta núverandi húsnæði sýslumanna eins og mögulegt er, bæði undir starfsemi sýslumanns sem og lögreglu ef því verður við komið. Með því að skipuleggja ný embætti bæði sýslumanna og lögreglu á sama tíma, verði hægt að stuðla að því að það húsnæði sem er til staðar, verði nýtt á sem bestan hátt til að lágmarka kostnað.

 

Loks má geta þess að í frumvarpsdrögunum segir m.a. í áttundu grein. “Í hverju umdæmi sýslumanns skal starfa samstarfsnefnd sýslumanns, lögreglustjóra og sveitarfélaga í viðkomandi umdæmi um málefni sýslumanna, lögreglustjórnar og sveitarfélaga og skal sýslumaður vera formaður nefndarinnar. Hlutverk nefndarinnar er m.a. að fjalla um og samræma opinbera þjónustu í umdæminu eftir því sem við getur átt.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is