Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. mars. 2012 08:01

Fyrsti bíllinn til Akraness fyrir níutíu árum

Árið 1922 var fyrsti bíllinn keyptur til Akraness, þ.e. fyrir réttum níutíu árum.  Þetta mun einnig hafa verið fyrsti bíllinn í Borgarfjarðarsýslu. Því hefur lengi verið haldið fram að hér hafi verið um vörubíl af Ford gerð að ræða, en kaupendur voru útgerðarmennirnir Þórður Ásmundsson og Bjarni Ólafsson. Bíllinn var með keðjudrifi eins og fram kemur í bók Sigurðar Hreiðars Hreiðarssonar „Sögu bílsins á Íslandi 1904-2004,“ en eftir að Sigurður skrifaði bókina áskotnaðist honum bók um alla Ford vörubíla og trukka frá upphafi. Þar fann hann enga Ford trukka með keðjudrifi og um 1920 var ekki önnur bílgerð í boði frá Ford en Ford T.  Aftur á móti fann hann heimild fyrir því að Ford hafi um tíma, einmitt nálægt 1920, selt stærri vörubíla en þeir framleiddu sjálfir, frá framleiðanda sem hét Kelly Springfield og notaði keðjudrif.  Það er því hugsanlegt að þetta hafi verið Kelly-bíll, keyptur hingað frá Ford

Lesa má grein Ásmundar Ólafssonar um upphaf fólks- og vöruflutninga fyrir Hafnarfjall og upp í Borgarfjörð í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is