Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. mars. 2012 06:30

Starfsmenn Sementsverksmiðjunnar afhentu stórgjafir til góðgerðarmála

Við athöfn í matsal Sements-verksmiðjunnar á Akranesi í gær voru afhentar peningagjafir til félaga sem starfa að góðgerðar- og líknarmálum í bænum og nágrenni. Starfsmannafélag Sements-verksmiðjunnar veitti alls sex milljónum króna til hjúkrunar- og dvalarheimilisins Höfða, Björgunarfélags Akraness, Krabbameinsfélags Akraness, Akranesdeildar Rauðakross Íslands, Mæðrastyrksnefndar Vesturlands og íþróttafélagsins Þjóts. Fulltrúar þessara aðila voru mættir til að veita gjöfunum viðtöku. Í máli Smára Kristjánssonar fulltrúa styrkjanefndar starfsmannafélagsins var ákveðið á aðalfundi félagsins að slíta félaginu og veita peningum í eigu þess til góðgerðarmála. Þetta var gert í kjölfar ákvörðunar á síðasta ári um að hætta sementsframleiðslu, a.m.k. tímabundið.

 

 

 

Fyrir allmörgum árum hafi á aðalfundi verið samþykkt ályktun, sem síðan var sett í lög félagsins, sem kvað á um að eignum þess yrði við félagsslit ánafnað góðgerðarmálum á Akranesi. Megnið af þeim peningum sem til voru í sjóði félagsins var úthlutað nú en ennþá á eftir að veita eina gjöf til viðbótar. Eftir að Smári hafði afhent gjafabréfin komu fulltrúar styrkþeganna og þökkuðu fyrir rausnarlega styrki sem kæmu að mjög góðum notum í starfinu.

 

Við afhöfnina rakti Smári að Starfsmannafélag Sementsverksmiðjunnar var stofnað árið 1959. Fjöldi félagsmanna og starfsmanna hefur verið mikill um tíðina, fyrst hjá Sementsverksmiðju ríkisins og síðan hjá Sementsverksmiðjunni á Akranesi, sem og útibúi verksmiðjunnar í Reykjavík. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is