Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. mars. 2012 10:15

Mikil vinna hjá Slægingarþjónustunni í Rifi

Það var mikið að gera hjá starfsfólki Slægingarþjónustu Fiskmarkaðs Íslands þegar fréttaritari Skessuhorns leit þar við síðla kvölds í gær. Aflabrögð hafa verið mjög góð á Snæfellsnesi í allan vetur og í öll veiðarfæri. Um mánaðamótin dettur þó mesta törnin niður vegna hrygningarstopps. Þegar vel fiskast er nóg að gera í Slægingarþjónustunni og oft unnið sólarhringanna á milli ef svo ber undir. Predrag Milosavljevic verkstjóri segir í samtali við Skessuhorn að meira sé að gera núna en á sama tíma á síðasta ári. „Mesta vinnan hjá okkur er í janúar og fram í maí. Hjá Slægingarþjónustunni eru 15 fastráðnir starfsmenn og þá köllum við einnig til lausamenn þegar mikill afli berst að landi,“ segir Predrag og bætir við að kaupendur ráði því hvort fiskurinn sé slægður eða ekki. „En ætli við slægjum ekki um 30% af lönduðum afla sem seldur er á markaðnum, en við flokkum allan fisk sem seldur er á Fiskmarkaði Íslands á Snæfellsnesi.“

 

 

 

Auk þess að slægja tekur starfsfólkið að sér að landa úr tveimur bátum í Rifi og fór það nýverið þrjár ferðir til Skagastrandar til að landa úr frystitogara. Auk þess aðstoða starfsmenn við vigtun og löndum á starfsstöðum Fiskmarkaðar Íslands á Snæfellsnesi. „Þegar líða tekur á vorið höfum við slægt grásleppu fyrir útgerðir og einnig unnið við pökkun á skötuselslifur fyrir Seltu ehf, en lifrin úr skötuselnum er send til Boston í Bandaríkjunum,“ segir Predrag. Aðspurður segir hann að síðan hann byrjaði verkstjórn hjá fyrirtækinu hafi mesta magn af fiski sem komið hafi í húsið á sólarhring verið 270 tonn. „Við slægðum helminginn af þeim afla en allur aflinn var flokkaður, það var góð törn,“ segir Predrag og brosir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is