Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. mars. 2012 10:01

Sóknarfæri í fuglatengdri ferðaþjónustu á Snæfellsnesi og í Dölum

Út er komin skýrsla Náttúrustofu Vesturlands og Rannsóknaseturs HÍ á Snæfellsnesi um skráningu á fuglalífi á Snæfellsnesi og í Dölum og möguleikum sem felast í fuglatengdri ferðaþjónustu á svæðinu. „Snæfellsnes og Breiðafjörður eru rík af fuglalífi og er ljóst að þegar kemur að fuglaskoðun er hér um vannýtta auðlind að ræða,“ segir í tilkynningu Náttúrustofu Vesturlands. Þar segir að fuglaskoðun sé ört vaxandi áhugamál í heiminum og er Ísland engin undantekning. „Talið er að yfir 150 þúsund innlendir og erlendir ferðamenn hafi skoðað fugla á ferðum sínum um Ísland árið 2008 og er líklegt að umfang fuglatengdrar ferðaþjónustu eigi eftir að aukast verulega á komandi árum. Mörg ónýtt tækifæri eru á þessu sviði til markaðssetningar svæða á Íslandi. Hins vegar er víðast hvar skortur á stöðluðum skráningum fuglalífs sem nýtast við kynningu svæða til fuglaskoðunar. Verkefni Náttúrustofunnar og Háskólasetursins fólst í að bregðast við þessu og útvega upplýsingar sem ferðaþjónustan gæti nýtt sér.“

 

 

 

Fuglar voru taldir á helstu ferðamannaleiðum um Snæfellsnes og Dali í fimm athugunarferðum yfir sumartímann, frá fyrri hluta maí og fram undir miðjan ágúst. Í talningunum sáust 70 tegundir fugla, þar af 61 tegund (af 77 alls) íslenskra varpfugla. Að jafnaði var styttra á milli álitlegra fuglaskoðunarstaða á Snæfellsnesi en í Dölum og meiri fjölbreytni búsvæða fyrir fugla. Líkur á að sjá haförn voru mestar í nágrenni við Klofning í Dalasýslu og í Suðureyjasiglingu Sæferða frá Stykkishólmi. Vænlegasti tími til fuglaskoðunar var í maí og júní, þ.e.a.s. áður en aðalstraumur ferðamanna um Ísland hefst, sem virðist fela í sér tækifæri til lengingar ferðamannatímans og þar með styrkingu rekstrargrunns ferðaþjónustunnar á svæðinu. Aðalafurð verkefnisins eru grunnupplýsingar um fuglalíf á svæðinu og verður miðlað til ferðaþjónustunnar, sem mun geta notfært sér niðurstöður þess til að auðvelda leiðsögn jafnt sem fræðslu til starfsmanna sinna og ferðamanna.

 

Loks segir í frétt Náttúrustofu um útgáfu skýrslunnar að nú sé leitað fjármagns til að halda verkefninu áfram með gerð vefsíðu, bæklings og fleiru sem nýtist ferðaþjónustunni og hinum almenna fuglaskoðara. Í skýrslunni má finna ítarlegar upplýsingar um fuglalíf svæðisins; einnig lýsingu á staðháttum og fuglalífi ellefu undirsvæða. Verkefnið var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna og Vaxtarsamningi Vesturlands.

 

Sjá skýrsluna í heild á: www.nsv.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is