Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. mars. 2012 12:30

Árshátíð og hálfrar aldar afmæli Kleppjárnsreykjaskóla

Um þessar mundir standa árshátíðir grunnskólanna sem hæst en fyrir þær ríkir jafnan mikil tilhlökkun í röðum nemenda og starfsfólks skólanna. Við Kleppjárnsreykjadeild Grunnskóla Borgarfjarðar var árshátíðin stærri og með breyttu sniði að þessu sinni, enda formlega haldið upp á að nú er fimmtugasta starfsár skólahalds á Kleppjárnsreykjum. Hátíðin fór fram síðdegis í gær. Af því tilefni var sett upp sýning í skólanum með ýmsum munum og fjölda ljósmynda úr starfi skólans þessa hálfu öld. Verður sýningin einnig opin í skólanum í dag og á morgun, laugardag. Fjölmargir nýttu tækifærið; heimsóttu gamla skólann sinn og hreinlega gleymdu sér við upprifjun gamalla minninga frá bernskuárunum.

 

 

 

 

Við athöfn sem fram fór í íþróttahúsi skólans í gær rakti Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri sögu skólahalds á Kleppjárnsreykjum í stuttu máli. Þá ávörpuðu tveir fyrrum skólastjórar samkomuna, en þeir störfuðu þar lengi. Hjörtur Þórarinsson var skólastjóri fyrstu 17 árin og Guðlaugur Óskarsson í þrjátíu ár eftir það. Þannig hafa tveir skólastjórar verið í alls 47 ár af þeim 50 sem skólinn hefur starfað. Fyrir þremur árum voru grunnskólarnir í uppsveitum Borgarfjarðar sameinaðir í eina skólastofnun sem fékk nafnið Grunnskóli Borgarfjarðar. Auk skólans á Kleppjárnsreykjum er skóli á Hvanneyri og Varmalandi. Deildarstjóri Kleppjárnsreykjadeildar er nú Ingibjörg Adda Konráðsdóttir.

 

Að loknum ávörpum og ræðum fluttu nemendur allra deilda skólans leikþætti, sungu, spiluðu og dönsuðu fyrir gesti sem eftir það var boðið í veitingar.

 

Skólanum bárust við þetta tilefni ýmsar gjafir. Hjörtur Þórarinsson færði skólanum að gjöf bók um Eldfjöll á Íslandi, Guðlaugar Óskarsson gaf ljósmynd af gamla hælinu, húsi frá 1926 sem var á lóð skólans en rifið áður en íþróttamannvirki voru byggð upp á staðnum. Þá gáfu Ingibjörg Inga og eiginmaður hennar Sigurður Magnússon skólanum flatskjá. Loks ávarpaði Ragnar Frank Kristjánsson forseti sveitarstjórnar viðstadda og flutti kveðju Borgarbyggðar. Færði hann nemendafélagi skólans 150 þúsund krónur að gjöf en peningurinn er ætlaður til tækjakaupa fyrir félagsstarf nemenda.

 

Fleiri myndir frá afmælinu og árshátíð skólans verða í Skessuhorni í næstu viku.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is