Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. mars. 2012 02:16

Glæsilegir vinningar í áheitakeppninni Mottumars

Tæp vika er nú eftir af Mottumars, árvekniátaki Krabbameinsfélagins, en nú í dag höfðu tæplega 20 milljónir króna safnast. Áheitasöfnunin er einnig keppni á milli þátttakenda, þar sem vegleg verðlaun eru í boði. Fimmtudaginn 29. mars verður svo skorið úr um sigurvegara í Mottumars og hver hlýtur titilinn „Mottan 2012“ og „Fegursta mottan 2012.“ Veitt verða vegleg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í einstaklings- og liðakeppni.  Til mikils er að vinna í einstaklingskeppninni um „Mottuna 2012.“ Sigurlaunin eru flugmiðar fyrir fjóra með WOW air, gisting í fjölskylduherbergi fyrir fjóra á Hótel Keflavík með morgunverði og aðgangi að heilsuræktarstöð hótelsins og skegghúfa frá Vík Prjónsdóttur. Sá sem verður í öðru sæti fær samsvarandi vinnninga fyrir þrjá og 3. sætið gefur samsvarandi vinninga fyrir tvo.

Sérstök verðlaun verða veitt fyrir „Fegurstu mottuna 2012.“ Sigurvegarinn verður valinn úr hópi um 2.500 einstaklinga sem taka þátt í keppninni. Titlinum fylgja sérstök verðlaun frá Meistarafélagi hárskera sem og flugmiðar fyrir tvo með WOW air og gistingu í tveggja manna svítu á Hótel Keflavík.

Liðin sem taka þátt í mottumars eru um 250 talsins. Það lið sem hreppir fyrsta sætið fær grænmetiskörfu frá íslenskum grænmetisbændum, hvalaskoðun með Eldingu og fimm skegghúfur frá Vík Prjónsdóttur. Liðið í öðru sæti fær grænmetiskörfu frá íslenskum grænmetisbændum og Viðeyjarferð með Eldingu og liðið í þriðja sæti fær grænmetiskörfu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is