Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. mars. 2012 06:02

Fjölbreytt menningar- og íþróttahelgi framundan

Ekki er ofsagt að mikið sé framundan af ýmissi afþreyingu á Vesturlandi nú um helgina. Mest spennan er vegna úrslitakeppni fyrstu deildarliðanna Skallagríms og ÍA í körfunni, en liðin spila um eitt laust sæti í úrvalsdeildinni.  Fyrsti leikurinn er í kvöld föstudag í Borgarnesi og annar leikurinn á sunnudagskvöld á Skaganum. Ef til oddaleiks kemur verður hann í Borgarnesi á þriðjdagskvöldið. Þá má nefna að Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar frumsýnir í kvöld leikverkið Stútungasögu og í framhaldinu verða tvær sýningar m.a. á sunnudaginn. Umf Reykdæla sýnir áfram hina vinsælu revíu Ekki trúa öllu sem þú heyrir í Logalandi. Sýningar verða í kvöld og laugardagskvöld í Logalandi. Þá má nefna pílagrímagöngu á sunnudagsmorguninn þegar gengið verður frá Stóra Ási í Reykholt þar sem messa verður klukkan 14. Hestamenn halda Vesturlandssýningu í Faxaborg á morgun laugardag og karlakórinn Heimir úr Skagafirði syngur bæði í Stykkishólmi og Dölum á morgun, laugardag. Þá verður Íslandsmót í ólympískum lyftingum í Borgarnesi á morgun, laugardag. Loks munu Grundfirðingar og fleiri samfagna með Móses Geirmundssyni sem fagnar sjötugsafmæli sínu annað kvöld. Þetta og margt fleira má lesa um hér "Á döfinni" og í síðasta tölublaði Skessuhorns.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is