Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. mars. 2012 08:01

Hátt í tvö hundruð manns komu í Akranesvita

Líklega hafa hátt í tvö hundruð manns komið í Akranesvita á Breiðinni á þeim fjórum tímum sem hann var opinn gestum og gangandi á laugardaginn. Hilmar Sigvaldason „vitavörður“ segir að 177 hafi skráð sig í gestabók sem var við innganginn í vitann en eflaust hafi ekki allir skráð sig. Hilmar hafði frumkvæði að þessari tilraun að leyfa fólki að fara upp í vitann sem er 22 metra hár. Hann fékk til þess leyfi hjá Siglingastofnun og Akraneskaupstað. Hilmar segir þessa tilraun hafa verið vel þess virði og allir sem komu hafi verið ánægðir með að fá að skoða þetta mannvirki innan frá. Þarna hafi meðal annarra komið fullorðið fólk, sem fætt er og uppalið á Akranesi, en hafði aldrei farið upp í vitann. Einnig aðrir sem þekktu vel til hans og gátu sagt sögur tengdar honum. Nokkrir tóku auk þess lagið inni í vitanum en þar er hljómburður einkar góður.  „Ef hægt verður að fjármagna gæslu í vitanum, þrif og það sem til þarf, þá er hann kjörinn viðbót við ferðaþjónustuna á Akranesi í sumar,“ sagði Hilmar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is