Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. mars. 2012 01:19

Búist við miklu fjölmenni á annan leik ÍA og Skallagríms í kvöld

Annar leikurinn í viðureign körfuboltaliðanna ÍA og Skallagríms fer fram í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum á Akranesi í kvöld klukkan 19:15. Leikið er um seinna lausa sætið í úrvalsdeild en Ísfirðingar eru fyrir nokkru búnir að tryggja sér farseðilinn í deild þeirra bestu. Borgnesingar unnu fyrri viðureign liðanna sem spiluð var í Fjósinu í Borgarnesi sl. föstudag með 91 stigi gegn 82. Sigri Skallagrímur í kvöld eru þeir komnir í efstu deild, en sigri Skagamenn verður hreinn úrslitaleikur spilaður í Borgarnesi á þriðjudaginn. Búist er við miklu fjölmenni á leikinn í kvöld og vandséð hvernig húsið getur tekið þann fjölda sem væntalegur er. Fjölmargir hafa lýst yfir undrun sinni með að úrslitaleikur af þessu tagi skuli ekki spilaður í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi, þar sem öll aðstaða er mun betri til að taka á móti gestafjölda sem þessum. Þess má geta að hátt í 800 manns mættu á leikinní Borgarnesi sl. föstudag.  Þröngt mega því sáttir standa í þessum nágrannaslag um laust sæti í úrvalsdeild.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is