Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. mars. 2012 02:19

Annar úrslitaleikur kvennaliðs Snæfells er í kvöld

Undanúrslitin í IE-deild kvenna hófust á föstudaginn þegar lið Snæfellskvenna hélt suður með sjó til Njarðvíkur. Lið Snæfells tapaði leiknum naumlega 87-84. Hólmarar höfðu yfirhöndina að mestu í fyrri hálfleik. Liðið átti glimrandi fyrsta leikhluta og leiddi að honum loknum 18-27. Njarðvíkurkonur sóttu á í öðrum leikhluta og tryggðu sér eins stigs forskot áður en flautað var til hálfleiks, 47-46. Gestgjafarnir juku svo forskot sitt í þriðja leikhluta. Snæfellskonur voru þó skammt undan og hleyptu Njarðvíkingum ekki of langt frá sér. Staðan eftir þriðja leikhluta 68-62. Lokaleikhlutinn var æsispennandi. Þrátt fyrir að Njarðvíkurkonur hafi aukið forystu sína í upphafi leikhlutans náði lið Snæfells að minnka muninn í eitt stig þegar um 30 sekúndur lifðu af leiknum.

Það kom þó ekki að sök því lið Njarðvíkur kláraði leikinn með því að skora úr mikilvægum vítaskotum á endasprettinum á meðan Snæfellskonur nýttu ekki þau tækifæri sem buðust. Lokatölur því 87-84 og leiða nú Njarðvíkurkonur einvígi liðanna 1-0. Til að komast í úrslitaleikinn þarf að sigra þrjá leiki í einvíginu. Næsti leikur liðanna fer fram í Stykkishólmi í kvöld kl. 19:15

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is