Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. mars. 2012 05:05

Glæsileg Vesturlandssýning í Faxaborg

Húsfyllir var í Reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi í gærkvöldi þegar Vesturlandssýningin var haldin þar í annað skipti. Uppselt var á sýninguna í forsölu og þurftu einhverjir frá að hverfa. Yfir 500 gestir voru á þétt setnum pöllunum í höllinni og mikill fjöldi sýnenda þar að auki og gríðarlegur fjöldi hrossa. Það voru hestamannafélögin fimm á Vesturlandi; Dreyri, Faxi, Skuggi, Snæfellingur og Glaður, Hrossaræktarsambandið og stjórn Seláss, rekstrarfélags Faxaborgar, sem stóðu að sýningunni. Ánægjulegt var að upplifa þá góðu samheldni sem félögin hafa náð um að nýta þetta glæsilega mannvirki til samkomuhalds af þessu tagi. Var undirbúningur sýningarinnar og framkvæmd hennar á allan hátt til sóma.

 

 

 

 

Í boði voru hátt í þrjátíu atriði af ýmsum toga á sýningunni. Má þar nefna kynbótasýningar, ræktunarbú, sýningu nemenda Menntaskóla Borgarfjarðar, börn og ungmenni sýndu hvað þau hafa lært, hópur valkyrja sýndi listir sínar og húnvetnskar dívur heldu glæsilega sýningu. Gert var góðlátlegt grín að reiðlagi nokkurra þekktra hestamanna og vakti sú sýning mikla kátínu. Skugga bar á skemmtunina að þegar fulltrúar hestamanna-félaganna kepptu í dekkjarallýi vildi ekki betur til en svo að sigurvegarinn, Ólafur Guðmundsson sem kom frá Dreyra á Akranesi, fótbrotnaði í úrslitahlaupinu. Senda aðrir keppendur, forsvarsmenn sýningarinnar og gestir honum baráttukveðjur með ósk um skjótan bata.

 

Að mati nokkurra gesta sem blaðamaður ræddi við eftir sýninguna var eitt atriði sem þeim þótti flestum standa upp úr af mörgum glæsilegum sýningaratriðum. Það var atriði sem tíu unglingar úr fjórum hestamannafélögum höfðu þjálfað fyrir sýninguna. Ef marka má þá sýningu er sannarlega bjart yfir framtíð vestlenskra hestaíþrótta.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is