Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. mars. 2012 06:03

Búrhval rak í Beruvík á Snæfellsnesi í nótt

Gríðarstóran búrhval rak á fjöruna í Beruvík á Snæfellsnesi í nótt. Hjónin Guðbjörg  Gunnarsdóttir þjóðgarðsvörður og Pétur Ingi Guðmundsson aðstoðar skólameistari FSN fóru og skoðuðu dýrið síðdegis í dag og tóku meðfylgjandi mynd. Pétur segir skepnuna gríðarlega stóra, um 15 metra langa, og líklega hafi hvalnum skolað á land síðustu nótt. Búrhvalir eru stærstir allra tannhvala. Eru 8-20 metrar að lengd og vega þá 20-50 tonn. Líklega er hér um fullorðinn tarf að ræða. Búrhvalskýrnar eru talsvert minni en tarfarnir. Höfuð búrhvala er mjög stórt eða þriðjungur af lengd hvalsins. Hann er dökkgrár að ofanverðu, ljósari á hliðunum en silfurgrár að neðan.  Búrhvalur hefur um 50 tennur í neðri skolti og hefur stærsta heilabú sem þekkist í lifandi dýri og kafar dýpst allra hvala.

Fæða búrhvala er risablekfiskur, túnfiskur, risaskata, hákarl og stór kolkrabbi. Búrhvalur lifir í öllum heimshöfum og er er fjölkvænisdýr. Hann er farhvalur og til Íslands koma einungis ung karldýr og gamlir tarfar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is