Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. mars. 2012 11:01

Ráðstefna um möguleika í atvinnumálum á Snæfellsnesi

Stjórn Þróunarfélags Snæfellinga boðar til framhaldsstofnfundar föstudaginn 30. mars kl. 11.00 í Hótel Stykkishólmi. Þeir sem hafa hug á því að gerast hluthafar eru boðnir velkomnir til fundarins. Að afloknum aðalfundinum efna Samtök atvinnulífsins og Þróunarfélag Snæfellinga, í samstarfi við Atvinnuráðgjöf Vesturlands, til ráðstefnu á Hótel Stykkishólmi næstkomandi föstudag klukkan 13.

Ráðstefnan hefst með ávarpi Sturlu Böðvarssonar framkvæmdastjóra Þróunarfélags Snæfellinga en gert er ráð fyrir rástefnuslitum klukkan 17:15. Á ráðstefnunni mun Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA fjalla um stöðu og horfur í atvinnulífi og þjóðarbúskapnum, Rósa Guðmundsdóttir framleiðslustjóri GRun fjallar um framtíð sjávarútvegs á Snæfellsnesi og vaxtarmöguleika.

Sjöfn Sigurgísladóttir stofnandi Íslenskrar matorku ræðir um sjávarklasann og verkefni Íslenskrar matorku, Sveinn Margeirsson forstjóri Matís ræðir um nýsköpun í vinnslu sjávarfangs og samstarf vinnslustöðva og rannsóknastofnana, Þorsteinn Ingi Sigfússon og Ingólfur Örn Þorbjörnsson frá Nýsköpunarmiðstöð fjalla um orkunýtingu til atvinnuuppbyggingar og Friðrik Pálsson hótelhaldari og stjórnarformaður Íslandsstofu flytur erindið Ferðaþjónusta og afþreying allt árið.

 

Að loknum framsöguerindum og kaffihléi verður fjallað um uppbyggingu atvinnulífs á Snæfellsnesi í vinnuhópum sem Björg Ágústsdóttir ráðgjafi hjá Alta heldur utan um. Ráðstefnan er opin öllum sem áhuga hafa á uppbyggingu atvinnulífs á Snæfellsnesi.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA http://www.sa.is/frettir/a-dofinni/nr/5472/ 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is