Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. mars. 2012 11:00

Snæfellsstúlkur sigruðu Njarðvíkinga í annarri viðureign liðanna

Kvennalið Snæfells vann nauman sigur á Njarðvík í Stykkishólmi í gærkveldi; 85-83 í æsispennandi leik í úrslitakeppni efstu deildar. Með sigrinum hefur Snæfell jafnað viðureign liðanna í 1-1, en þrjá sigra þarf til að komast áfram. Þetta er jafnframt fyrsti sigur Snæfells gegn Njarðvík í vetur. Liðin tvö náðu hvorugt yfirhöndinni og leikurinn var í járnum lengs af, en í öðrum fjórðungi náði Njarðvík  forystu og hafði mest níu stiga forskot í þriðja fjórðungi þegar staðan var 47-56. En þó náðu Snæfellsstúlkur að jafna 59-59 undir loka þriðja fjórðungs þegar Björg Einarsdóttir skoraði þriggja stiga körfu. Í fjórða leikhluta skiptust liðin á að vera með forystu en hvorugt þeirra náði í raun yfirhöndinni.

 

 

 

Þegar aðeins 18 sekúndur voru eftir leiks kom Hildur Sigurðardóttir Snæfelli í 81-80 og náði svo varnarfrákasti eftir næstu sókn Njarðvíkurstúlkna. Kieraah Marlow skoraði næst úr tveimur vítum eftir ásetningsbrot og fékk Snæfell þá boltann aftur. Strax og boltinn fór aftur í leik var brotið á Jordan Lee Murphree sem skoraði einnig úr báðum sínum vítum og staðan þá 85-80 með aðeins um tvær sekúndur eftir á leikklukkunni. Þrátt fyrir það náði Shanae Baker Brice hjá Njarðvík að skora þriggja stiga körfu rétt fyrir innan miðjulínu vallarins og endaði því leikurinn 85-83. Kieraah Marlow skoraði 28 stig, tók sex fráköst og átti þrjár stoðsendingar. Jordan Murphree var með 22 stig, níu fráköst og sex stoðsendingar. Hildur Sigurðardóttir var með 19 stig, fjögur fráköst og fjórar stoðsendingar. Fyrir Njarðvík var Shanae Baker Brice atkvæðamest með 33 stig, fjögur fráköst og þrjár stoðsendingar.

 

Þriðji leikur liðanna fer fram í Njarðvík annað kvöld, þriðjudagskvöldið 27. mars.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is