Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. mars. 2012 09:01

Sagnavaka til heiðurs Gunnari Bjarnasyni

Í Ásgarði á Hvanneyri (ekki Halldórsfjósi eins og áður hafði verið kynnt), verður fimmtudaginn 29. mars klukkan 20, haldin sagnavaka til heiðurs Gunnari Bjarnasyni fyrrum hrossaræktarráðunauti. Fram koma þjóðþekktir sagnaþulir, samferðarfólk og spaugarar sem margir þekktu Gunnar af eigin raun sem nemendur og samtíðarfólk á Hvanneyri. Má þar nefna Sigurborgu á Báreksstöðum,, soninn Halldór Gunnarsson í Holti, Guðna Ágústsson, Sigga Sæm, Einar á Skörðugili og Valda Roy. Einnig láta ljós sitt skína Gísli Einarsson og Bjarni Guðmundsson safnstjóri á Hvanneyri. Auk þess munu karlakórarnir Söngbræður og Hásir hálsar koma fram. Boðið verður upp á myndasýningu úr lífi Gunnars á Hvanneyri og víðar. Léttar veitingar verða í boði.

Aðgangseyrir mun ranna í sjóð til að reisa minnisvarða á vori komanda til heiðurs hinum mikla meistara. Það er Bjarni Þór Bjarnason listamaður á Akranesi sem byrjaður er á gerð minnisvarðans og er hópur Borgfirðinga og félagar í Hollvinafélagi LbhÍ sem standa að verkefninu. Þá má geta þess að í undirbúningi er stofnun alþjóðlegs rannsóknasjóðs íslenska hestsins og verður sjóðurinn í nafni Gunnars. Stefnt er að söfnun 100-200 milljóna í sjóðinn.

 

Gunnar Bjarnason þekkja hestamenn. Hann var fremstur meðal jafningja í að skapa mikið ævintýri um íslenska hestinn. Hann kynnti hestinn um lönd og álfur, beitti sér fyrir stofnun Landssambands hestamanna og skipulagði fyrsta Landsmótið á Þingvöllum 1950 auk þess að stofna FEIF, alþjóðasamtök um íslenska hestinn, ásamt félögum sínum í Evrópu. Hann var hrossaræktarráðunautur og kennari á Hvanneyri um árabil. Nemendur hans minnast hans sem hugmyndaríks og drífandi kennara sem átti það til að tala af slíkum eldmóði að nærstaddir tókust á loft. Í tímum var yfirleitt ekkert talað um það sem stóð í kennsluheftinu en menn lærðu samt. Hann var sagnaþulur af guðs náð.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is