Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. mars. 2012 04:39

Undirbúningur fyrir íbúaþing hafinn í Grundarfirði

Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkti fyrir nokkru að standa fyrir íbúaþingi í vor. Fyrsta skref í undirbúningi var fundur með fulltrúum félagasamtaka, nefnda og stofnana, sem haldinn var síðastliðinn þriðjudag. Þar voru hugmyndir að fyrirkomulagi þingsins kynntar og ræddar. Annar undirbúningsfundur verður haldinn 3. apríl, þar sem lagðar verða fram hugmyndir að umræðuefnum. Í frétt á vef sveitarfélagsins segir að á fundinum sl. þriðjudag hafi komið fram góðar ábendingar og skemmtilegar hugmyndir sem verði unnið úr frekar. Á kjörtímabilinu hafa verið haldnir þrír íbúafundir sem allir hafa verið vel sóttir. Þeir hafa byggst að talsverðu leyti á upplýsingagjöf bæjarstjórnar til íbúa og síðan umræðu í framhaldi af því. Með íbúaþinginu sé verið að snúa þessu við, þannig að íbúarnir verði í aðalhlutverki. Lögð verður áhersla á virka þátttöku ungs fólks, því þeirra er framtíðin, segir einnig í tilkynningunni á heimasíðu Grundarfjarðar. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is