Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. mars. 2012 10:01

Skátar á Akranesi safna fyrir skólabyggingu í Kenýa

DS Orion, flokkur dróttskáta hjá Skátafélagi Akraness, undirbýr nú fjársöfnun til styrktar skólabyggingu í Kenýa. Nú er í byggingu grunnskóli þar í landi sem þarf að ljúka við. Einnig stendur til að byggja leikskóla á sama stað úr sama byggingarsjóði. Það eru samtökin Tears Children sem standa að byggingu skólanna. Akranesskátar komust í tengsl við samtökin í gegnum Rauða krossinn. Að sögn Kristjönu Kristjánsdóttur og Valgerðar Stefánsdóttur skátaforingja hjá Skátafélagi Akraness þá vildu skátar leggja góðu málefni lið. Þeir hefðu sett sig í samband við RKÍ og fengið fyrrgreindu verkefni úthlutað. Bygging skólanna í Kenýa mun stuðla að aukinni menntun og fræðslu og um leið bæta lífskjör meðal íbúa á nærliggjandi svæði.

 

 

 

 

Akranesskátar hyggjast safna fjár með ýmsum hætti. Hæst ber að nefna flóamarkað sem þeir ætla að halda á laugardaginn næsta við Bónus á Smiðjuvöllum. Þar verða seldir munir sem börn og unglingar í Kenýa hafa búið til svo sem hringar, hálsmen, armbönd og lyklakippur, auk annarra gripa. Flóamarkaðurinn mun standa yfir frá klukkan 11-18. Þá hyggjast skátarnir halda bingó á næstu vikum en tímasetning þess verður auglýst á næstunni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is