Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. mars. 2012 01:01

Fjölmörg Íslandsmet féllu á lyftingamóti í Borgarnesi

Síðastliðinn laugardag fór Íslandsmeistaramótið í ólympískum lyftingum fram í Borgarnesi. Framkvæmd mótsins tókst vel, en mikil gróska er í ástundun ólympískra lyftinga á Íslandi um þessar mundir. Var þetta Íslandsmót það fjölmennasta í áraraðir að sögn mótshaldara. Margir ungir og efnilegir lyftingamenn þreyttu frumraun sína á mótinu og gefur frammistaða þeirra góð fyrirheit um framtíð ólympískra lyftinga hér á landi. Sérstaklega þóttu lyftingafrömuðum ánægjulegt að sjá nýja og vel þjálfaða kynslóð lyftingakvenna, sem flestar hafa kynnst ólympískum lyftingum í gegnum ástundun sína á Cross-Fit.

 

 

 

Besta árangrinum á mótinu náðu þau Gísli Kristjánsson, sem er Dalamaður að uppruna, en hann hlaut 345 sinclair stig og Þuríður Erla Helgadóttir sem hlaut 185 sinclair stig. Fjölmörg Íslandsmet voru sett á mótinu og eru þau eftirfarandi: Hrannar Guðmundsson í 77 kg þyngdarflokki setti Íslandsmet í snörun 108 kg, jafnhendingu 140 kg og samanlögðu 248 kg. Þuríður Erla Helgadóttir í 58 kg þyngdarflokki. Hún setti Íslandsmet í snörun 62 kg, jafnhendingu 77 kg og samanlögðu 139 kg. Sigurlaug Rúna Guðmundsdóttir í 63 kg þyngdarflokki setti Íslandsmet í snörun 54 kg, jafnhendingu 71 kg og samanlögðu 125 kg. Katrín Tanja Davíðsdóttir 18 ára í 69 kg þyngdarflokki lyfti 70 kg í snörun, og bætti þar með Íslandsmet Anníe Mist Þórisdóttur um tvö kíló. Hún setti jafnframt met í flokki 20 ára og yngri í snörun 70 kg, jafnhendingu 85 kg og samanlögðu 155 kg. Lilja Lind Helgadóttir 15 ára keppti í 69 kg þyngdarflokki. Hún setti stúlknamet í snörun 50 kg, jafnhendingu 70 kg og samanlögðu 120 kg. Þá setti Guðmundur Högni Hilmarsson 15 ára drengjamet í 85 kg þyngdarflokki, í snörun 90 kg, jafnhendingu 112 kg og samanlögðu 202 kg.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is