Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. mars. 2012 08:01

Ekki talið tilefni til að hraða stofnun starfshóps

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur nú svarað fyrirspurnum forsvarsmanna Akraneskaupstaðar um hvað líði stofnun starfshóps um formlegt samstarf framhaldsskóla á Vesturlandi. Í síðasta tölublaði Skessuhorns var rætt við Árna Múla Jónasson bæjarstjóra á Akranesi um málið en hann undraðist seinagang ráðuneyisins. Svarbréf ráðuneytisins barst í gær og má því fullvíst telja að frétt Skessuhorns hafi ýtt við ráðuneytisfóllki. Í bréfinu segir að ráðuneytið hafi ekki talið sérstakt tilefni til að hraða stofnun starfshópsins sem boðað var til í byrjun apríl á síðasta ári. Einnig segir í bréfinu að ráðuneytið eigi í reglulegum samskiptum við skólameistara skólanna þriggja á Vesturlandi um þróun námsframboðs og rekstur skólanna. Mögulegt samstarf í þessum tveimur hliðum í skólastarfs auk stoðþjónustu hafði ráðuneytið ráðgert að verði til umræðu í starfshópnum. Að endingu segir í bréfi ráðuneytisins að leitað verður eftir tilnefningum í starfshópinn með það fyrir augum að hann geti hafið störf í upphafi næsta skólaárs, 2012-13.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is