Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. mars. 2012 08:58

Skallagrímur sigraði Vesturlandsslaginn - mætir í úrvalsdeild í haust

Leikur ÍA og Skallagríms var feiknarspennandi í kvöld og stemningin í yfirfullu Fjósinu í Borgarnesi magnþrungin. Leikurinn í í kvöld var ekki síður spennandi en þeir fyrri. Þó varð fljótlega ljóst að það voru heimamenn sem þyrsti meira í sigur. Voru þeir í fyrstu skrefi á undan og síðar eftir því sem leið á leikinn nokkrum skrefum á undan gestunum. Eftir fyrsta leikhluta voru þeir yfir 21:12 en í hálfleik höfðu gestirnir saxað lítillega á forskotið og staðan 43:39. Gat því allt gerst. Í síðari hluta leiksins áttu Skagamenn alltaf inni á milli slaka kafla og hleyptu Borgnesingum langt framúr sér, fyrst með tíu stigum og svo þegar leið undir lokin varð munurinn meiri, þetta 12, 16 og upp í 22 stig. Eftir þriðja leikhluta var staða heimamanna orðin verulega vænleg, 66 stig gegn 54 gestanna. Eftir það má segja að Skagamenn hafi gefist upp enda úthaldið minna en Borgnesinga. Smám saman jókst bilið og heimamenn tóku að raða niður sirkuskörfum hverri af annarri. Vörn Skallagríms í síðari hálfleik var geysisterk og gerði í raun útslagið í leiknum. Lokatölur urðu 89:67 og Skallagrímur er á ný kominn í deild þeirra bestu hér á landi.

 

 

 

Óhætt er að segja að einu eftirminnilegasta úrslitaeinvígi Skallagríms og ÍA fyrr og síðar sé nú lokið. Skessuhorn óskar Borgnesingum til hamingju með sigurinn og Skagamönnum einnig fyrir frábæra seiglu í vetur. Þeirra tími mun koma.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is