Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. mars. 2012 12:43

Snæfellsstúlkur töpuðu í annars jöfnum leik í Njarðvík

Eftir tap Snæfells í Njarðvík í gærkvöldi í hröðum og jöfnum leik er kvennalið Njarðvíkur komið undir 2-1 í einvígi liðanna um sæti í undanúrslitum IE deildarinnar. Leikurinn fór 93-85. Næsti leikur fer fram í Stykkishólmi næstkomandi laugardag og nauðsynlegt er fyrir Snæfell að sigra í þeim leik, því þrjá sigra þarf til að komast áfram. Í fyrsta leikhluta náðu Njarðvíkurstúlkur mest átta stiga forystu 27-19 en fyrsti leikhluti endaði í stöðunni 27-24. Í öðrum leikhluta börðust liðin um að komast yfir og um miðbik hans komust Snæfellsstúlkur í 33-36. Í hálfleik var jafnt milli liðanna 48-48.

Liðin spiluðu bæði mikinn sóknarleik og skoruðu mörg stig. Í þriðja leikhluta virtist Snæfell ætla að ná yfirhöndinni og komst sex stigum yfir í stöðunni 58-64. En staðan var 67-71 Snæfelli í vil við lok þriðja leikhluta. Njarðvík byrjaði að draga á Snæfell í fjórða leikhluta og undir lok leiks var staðan orðin 84-82. Á rúmri mínútu fékk Njarðvík tíu víti og skoruðu úr níu þeirra á meðan Snæfell skoraði þrjú stig. Leikurinn endaði því 93-85 Njarðvíkurstúlkum í vil.

 

Jordan Lee Murpree skoraði 28 stig fyrir Snæfell, náði 16 fráköstum og var með níu stoðsendingar. Kieraah Marlow var með 17 stig, níu fráköst og fjórar stoðsendingar og Hildur Sigurðardóttir var með 16 stig, fimm fráköst og þrjár stoðsendingar. Besti leikmaður Njarðvíkur var Shanae Baker Brice með 36 stig, fjögur fráköst og sex stoðsendingar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is