Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. mars. 2012 04:17

"Við höfum frekar viljað vera í forystunni"

Tifar tímans hjól. Tímahjólið hjá Steinunni Sigurðardóttur, sem um þessar mundir er að láta af starfi framkvæmdastjóra hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, hefur tifað hratt. Það var vorið 1972 sem hún kom nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur til starfa á sjúkrahúsið á Akranesi, en Steinunn er fædd og uppalin í Reykjavík. Á þessum tíma áttu hjúkrunarfræðingar í deilu við stjórnendur Landsspítalans um kjör sín og þær sem útskrifuðust úr hjúkrun þetta haust völdu af þeim sökum að leita annað í vinnu. Steinunn ætlaði ekki að vera á Akranesi nema þrjá mánuði eða þangað til þessi deila myndi leysast. “Kjaradeilan leystist eftir þrjá mánuði en þá var ég farin að kunna svo vel við mig hérna á Akranesi að ég ákvað bara að vera hér áfram. Hérna hef ég svo lifað og starfað síðan, nema í tvö og hált ár sem ég dvaldi í Danmörku og sótti þangað stjórnunarnám,” segir Steinunn. Hún lætur nú af störfum og nýtir sér 95 ára regluna svokölluðu, sem er sameinaður starfsaldur og lífaldur starfsfólks sem gegnt hefur opinberum störfum.

Steinunn gat formlega hætt um mánaðamótin næstu en ætlar að halda áfram til að koma nýjum manni inn í starfið, sem reyndar er ekki búið að ráða ennþá. Í þau tæplegu 40 ár sem liðin eru frá því Steinunn hóf störf á sjúkrahúsinu á Akranesi hefur hún verið hjúkrunarforstjóri í 28 ár, en starfið hét reyndar til að byrja með forstöðukona.

 

Rætt er við Steinunni í Skessuhorni sem kom út í dag.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is