29. mars. 2012 02:01
Ungt fólk sem áhuga hefur á skák er boðið að kíkja á æfingar hjá Taflfélagi Akraness og æfa sig að tefla eða jafnvel læra skák frá grunni. Varaformaður Taflfélags Akraness er Valgarð Ingibergsson. Hann segir að mjög gott sé fyrir ungt fólk að æfa skák, það æfi heilann og stuðli að meiri og betri rökhugsun. „Drauma sýnin er að mynda ákveðinn kjarna fólks til að keppa á Íslandsmóti. Það er best að byrja ungur að æfa og stunda skák,“ segir hann. Taflfélagið keppir reglulega á Íslandsmóti skákfélaga hjá Skáksambandi Íslands og hefur verið að keppa í annarri deild. Æfingar taflfélagsins eru á hverju fimmtudagskvöldi í Fjölbrautaskóla Vesturlands og hefjast klukkan átta.