Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. mars. 2012 06:20

Björgunarskýlið í Reykholti fékk nafnið Þorsteinsbúð

Nýverið hélt björgunarsveitin OK í Borgarfirði aðalfund sinn, „við rómantískar aðstæður enda rafmagnslaust í sveitinni þetta kvöld,“ eins og segir í frétt frá fundinum. Auk venjulegra aðalfundarstarfa var kosið um nokkra stjórnarmenn, þar á meðal formann, ritara og meðstjórnendur. Snorri Jóhannesson á Augastöðum lét af starfi formanns, en hann hefur gegnt því starfi sl. ellefu ár og er jafnframt einn af stofnfélögum sveitarinnar fyrir 45 árum. Nýr formaður Oks var kosinn Guðni Eðvarðsson í Brautartungu og ritari Þór Þorsteinsson á Skálpastöðum. Auk þeirra eru í stjórn Jóhann Pétur Jónsson gjaldkeri á Hæl og meðstjórnendur Logi Sigurðsson stórbóndi í Steinahlíð og Tryggvi Valur Sæmundsson á Hálsum.

 

 

 

 

Snorra Jóhannessyni fráfarandi formanni björgunarsveitarinnar var á fundinum þakkað mikið og óeigingjarnt starf fyrir sveitina í áratugi. Mikið hafi áunnist í stjórnartíð hans og er sveitin nú mjög vel stödd bæði fjárhagslega og eignalega. Er björgunarsveitin nú skuldlaus þrátt fyrir ýmsar fjárfestingar í tækjum og miklar endurbætur á húsnæði á liðnum árum.

Á fundinum var kosið um nafn á björgunarskýlið í Reykholti sem fram að þessu hefur yfirleitt verið kallað Skýlið. Langflest atkvæði í kjörinu fékk nafnið Þorsteinsbúð.

 

Þorsteinsbúð

Nafn sitt dregur húsið af Þorsteini Berg, ungum dreng frá Giljahlíð í Flókadal, sem varð úti 14. mars 1963. Í kjölfar gríðarlega umfangsmikillar leitar sem gerð var að unga drengnum var björgunarsveitin Ok stofnuð af fólki í uppsveitum Borgarfjarðar. Félagsmenn í Ok hafa því nú fundið húsinu viðeigandi og gott nafn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is