Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. mars. 2012 10:15

Jakob í toppbaráttunni í meistaradeildinni

Vestlenski knapinn og tamningamaðurinn Jakob Svavar Sigurðsson er efstur og jafn „spútnik“ knapanum Artemisiu Bertus fyrir lokaumferð Meistaradeildar VÍS, sem fram fer í Ölfushöllinni annað kvöld. Jakob er í dag fremstur knapa frá Vesturlandi og hefur á síðustu árum sýnt og sannað styrkleika sinn á landsvísu. Það er keppni í fimmgangi sem er síðasta greinin á mótinu á morgun og í þeirri grein hefur Jakob náð góðum árangri á Al frá Lundum. Jakob sagði í samtali við Skessuhorn að Alur hafi ekki alveg fundið sig í Ölfushöllinni undanfarið og það væri því tvísýnt hvort hann færi á honum í keppnina eða veldi annan hest. Staðan fyrir síðustu umferðina í Meistaradeildinni er sú að þau Artemisia og Jakob eru efst með 41 stig, Sara Ástþórsdóttir er í þriðja sætinu með 34 stig, Sigurbjörn Bárðarson er fjórði með 32 stig og Sigurður Sigurðarson er í fimmta sæti með 29 stig. Ellefu stig eru eftir í pottinum og á Sigurbjörn því enn smá möguleika, en Sigurður sem líka hefur verið sigursæll á stórmótum, á ekki möguleika.

 

 

 

Framganga Jakobs Svavars í Meistaradeildinni í vetur er sú besta til þessa en hann hefur í tvígang áður hafnað þar í þriðja sæti og er því einn af reynsluboltunum í þessari vinsælu keppni í hestaíþróttum á Íslandi. Þegar blaðamaður Skessuhorns ræddi við hann í morgun var hann hæverskur og sagði að allt gæti gerst á þessu lokakvöldi keppninnar í Ölfushöllinni. Aðspurður hver væri lykillinn á bak við gott gengi í Meistaradeildinni sagði hann góða og vel þjálfaða hesta. „Ég er með góða hesta og þetta er búið að ganga vel. Veðráttan hefur þó ekki leikið við okkur í tamningunum í vetur. Fyrst miklir snjóar og síðan umhleypingatíð. Það hefur því verið erfiðara að temja utanhúss en öllu jafnan,” segir Svavar og segist gjarnan hefði viljað hafa betri inniaðstöðu núna í vetur.

Í liðakeppninni í Meistaradeildinni er staða Jakobs Svavars líka sterk fyrir lokakvöldið, en þau toppknaparnir í deildinni eru saman í liðinu Top Reiter / Ármót með 280 stig, tæpum 18 stigum meira en næsta lið. Á þessu lokakvöldi Meistaradeildarinnar í Ölfushöll geta áhorfendur kosið þann knapa sem að þeirra dómi hefur sýnt mestu fagmannlega reiðmennskuna allt mótið og gilda þeirra atkvæði 50% á móti dómurum og stjórn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is