Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. mars. 2012 10:53

Bæjarstjórn felldi deiliskipulag vegna hótelbyggingar á Akranesi

Á fundi bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar sl. þriðjudag var felld tillaga skipulags- og umhverfisnefndar um breytingar á deiliskipulagi á byggingarreitnum Heiðarbraut 40. Þessi skipulagstillaga, sem gerð var vegna áforma um byggingu 65 herbergja hótels, hefur verið á þvælingi innan bæjarkerfisins vel á annað ár, en hún var reyndar búin að fá samþykki bæjarráðs og umhverfis- og skipulagsnefndar árið 2009.  Vegna tæknilegra atriða, meinbuga á afgreiðslu að menn töldu, þótti rétt að setja hana í ferli að nýju, en í þetta sinn hlaut hún ekki náð fyrir augum bæjarstjórnar. Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri skipulags- og umhverfisstofu Akraneskaupstaðar sagði í samtali við Skessuhorn ekki vita hvaða stefnu málið tæki í framhaldinu.

 

 

 

 

Það er félagið Skarðseyri í eigu Bjarna Jónssonar sem sótti um breytingar á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar byggingar hótels með bílakjallara við Heiðarbraut 40. Skarðseyri er eigandi gamla bókasafnshússins og fékk félagið það hús sem hluta af greiðslu frá Akraneskaupstað fyrir byggingu nýja bókasafnsins við Dalbraut. Er gamla bókasafnshúsið, með breytingum, hluti af áformaðri hótelbyggingu. Bjarni Jónsson forsvarsmaður og eigandi Skarðseyrar sagði að þessi afgreiðsla bæjarstjórnar hafi komið sér verulega á óvart og nú væri hann að skoða næsta kref í málinu. „Ég hélt að það sem Akranes þyrfti einmitt á að halda væri hótel og meira líf í gamla bæinn, en bæjarstjórnin virðist með afgreiðslu sinni vera á öðru máli,” sagði Bjarni.

 

Einungis tveir bæjarfulltrúar meirihluta bæjarstjórnar greiddu nýju skipulagi atkvæði sitt, þeir Sveinn Kristinsson oddviti Samfylkingar og Guðmundur Páll Jónsson oddviti Framsóknarflokks. Þröstur Þór Ólafsson fulltrúi VG sat hjá en hinir sex bæjarfulltrúarnir voru allir á móti. Meðal þeirra meinbuga sem bæjarfulltrúar fundu á nýju deiliskipulagi var mikið byggingarmagn á svæðinu og sú hætta að umferð frá inngöngu hótelsins yrði hættuleg og truflandi fyrir börn á leið til og frá Brekkubæjarskóla. Fljótlega eftir að fréttist af áformum um hótelbyggingu við Heiðarbraut lýstu íbúar við götuna sig mótfallna þeim og gerðu athugasemdir við skipulagið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is