Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. mars. 2012 11:01

Börn tveggja skólastiga áttu íþróttadag í Akraneshöllinni

Elstu börnin úr leikskólum á Akranesi ásamt þeim yngstu úr Grundaskóla og Brekkabæjarskóla komu saman í Akraneshöllinni sl. miðvikudag. Þar tóku þau þátt í hinum ýmsu leikjum og íþróttum. Börnin voru um 190 talsins og var skipt niður í tólf hópa sem skiptust á um að leika sér á tólf leikstöðvum. Á stöðvunum voru mismunandi íþróttir og farið í leiki á borð við fótbolta, dýrahlaup, boðhlaup, jóga og fleira. Þetta er í fjórða sinn sem Íþróttadagur af þessu tagi er haldinn í Akraneshöll. Blaðamaður Skessuhorns kíkti við og ekki var annað að sjá en að börnin skemmtu sér konunglega.

 

 

 

 

Íþróttadagurinn er hluti af samstarfsverkefninu Brúum bilið. Það er samstarf leik- og grunnskóla á Akranesi, þar sem markmiðið er ásamt fleiru að tengja skólastarfið á þessum tveimur skólastigum saman og reynt að stuðla að vellíðan og öryggi barna þegar þau fara milli skólastiga. Samstarf skólanna hófst þó formlega þegar rekstur grunnskóla fluttist yfir til sveitarfélaganna og Skólaskrifstofa Akraness tók til starfa árið 1996.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is