29. mars. 2012 03:14
Í síðasta tölublaði Skessuhorns var sagt frá frumvarpi innanríkisráðherra þar sem lagt er til að fækka sýslumannsembættum á landinu í átta úr 24 jafnframt því að breyting verði gerð á lögregluembættum í landinu. Hið rétta er að frumvarp ráðherra hefur einungis verið kynnt en ekki ennþá verið lagt fram á Alþingi svo vitað sé. Það leiðréttist hér með.