Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. mars. 2012 12:42

Risabjörg féllu á veginn um Skarðsströnd í Dölum

Búið er að opna veginn um Skarðsströnd í Dölum, en mikil grjótskriða féll á hann í nótt. Grjótið féll úr Fagradalshlíð sem er milli Tjaldaness og og Fagradals. Skriðan var um 100 metra breið. Í morgun unnu starfsmenn Vegagerðarinnar við að fjarlægja stór björg af veginum en einhver bið verður á því að hið stærsta verði fjarlægt. Talið er að það sé 20-30 tonna þungt og hefur umferð nú verið hleypt framhjá því. Enginn var á ferð um veginn þegar skriðan féll en bílstjóri skólabíls lét Vegagerðina vita um skriðuna í morgun.  Sæmundur Kristjánsson yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni í Búðardal sagði vandkvæðum bundið að koma grjótinu af veginum því þungt og öflugt tæki þurfi til að fjarlægja það.

„Það eru allir vegir mjög viðkvæmir núna og því þungatakmarkanir á þeim. Við getum því ekki komið nógu öflugu tæki á staðinn til að fjarlægja bjargið. Núna er ég að kanna hvort ekki verður hægt að sprengja það niður,“ sagði Sæmundur og bætti við að vegir á Vesturlandi kæmu mjög illa undan vetri og þess vegna væri brýnt að virða þungatakmarkanir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is