Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. mars. 2012 01:50

Snæfellsbær hélt íbúafund í Klifi

Í gærkvöldi hélt Snæfellsbær íbúafund í Klifi Ólafsvík. Þar var íbúum sveitarfélagsins gefinn kostur á að koma með tillögur um það sem betur má gera í Snæfellsbæ. Kynnt var niðurstaða íbúafundar sem fram fór fyrr í vetur. Íbúum sem mættu á fundinn var skipt upp í sex hópa og var hver hópur með einn málaflokk. Málaflokkarnir voru um fatlaða, skóla, aldraða, íþrótta- og æskulýðsmál, menningarmál og skipulags- og umhverfismál. Hópunum voru svo sýndar hugmyndir fyrri íbúafundarins. Hver hópur skipaði ritara og ræddi fólk hugmyndir sín á milli og unnu úr þeim. Hópunum var einnig boðið að bæta við hugmyndum ef þær komu upp og var fólk svo hvatt til að færa sig milli málaflokka. Íbúar máttu taka þátt í öllum umræðum.  Jón Þór Lúðvíksson forseti bæjarstjórnar segir þessa aðferð íbúafunda vera í prófun.

„Við erum að prófa þessa aðferð. Hér er mætt fólk sem býr á svæðinu og þekkir það vel enda hefur það mikið af góðum hugmyndum. Við erum ekki að leita að stórum og dýrum framkvæmdum, það er margt hægt að gera sem kostar ekki mikið. Svo taka líka allir þátt í umræðunum með þessu fyrirkomulagi,“ segir Jón Þór.

Niðurstöður fundarins verða lagðar fyrir bæjarstjórn sem mun ákveða með framhald framkominna hugmynda.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is