Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. mars. 2012 04:01

Fólk skemmti sér vel á Gunnarsvöku

Ýmiss hlátursefni gáfust á fjölmennri sagnavöku um Gunnar Bjarnason hrossaræktar-ráðunaut sem haldinn var í Hvanneyri sl. fimmtudagskvöld. Ásgarður þar sem vakan fór fram var þéttskipaður og andrúmsloftið létt og glaðvært, í takt við þann sem sagnavakan var haldin til minningar um. Fram komu þjóðþekktir sagnaþulir, samferðarfólk og spaugarar sem margir þekktu Gunnar af eigin raun. Þetta voru sonur Gunnars, séra Halldór í Holti, Guðni Ágústsson, Sigurður Sæmundson í Syðra-Langholti, Einar Gíslason á Skörðugili, Bjarni Guðmundsson og Valdi Roy, auk þess sem fluttur var leikþáttur um Gunnar Bjarnason eftir Sigurborgu á Báreksstöðum.  Karlakórarnir Söngbræður og Hásir hálsar sungu og einnig var sýning með svipmyndum úr lífi Gunnars á Hvanneyri, þar sem hann starfaði um árabil, og víðar. Auk þess sem boðið var upp á léttar veitinga.

 

 

 

En það var ekki bara grín og gaman á sagnavökunni. Í máli þeirra sem töluðu kom glögglega fram þvílíkur frumherji Gunnar Bjarnason var í hrossarækt og ýmsum framfaramálum í landinu. Aldrei var nein lognmolla í kringum hann. Byltingarkenndar tillögur Gunnars þegar hann var að vinna að því að gera íslenska hestinn að frábærum reiðhesti, sýningargrip og útflutningsvöru, ollu talsverðum deildum þegar þær voru settar fram á sínum tíma.

 

Aðgangseyrir að sagnavökunni rann í sjóð til að reisa minnisvarða á vori komanda til heiðurs hinum mikla meistara. Það er Bjarni Þór Bjarnason listamaður á Akranesi sem byrjaður er á gerð minnisvarðans og er hópur Borgfirðinga og félagar í Hollvinafélagi LbhÍ sem standa að verkefninu. Þá má geta þess að í undirbúningi er stofnun alþjóðlegs rannsóknasjóðs íslenska hestsins og verður sjóðurinn í nafni Gunnars. Stefnt er að söfnun 100-200 milljóna í sjóðinn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is