Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. apríl. 2012 08:01

Öruggari ferðamennska á jeppum - grein til íhugunar fyrir ferðalanga

Fyrir íbúa Vesturlands er það ekki óalgeng sjón að sjá jeppa, jafnvel með vélsleðakerru í eftirdragi, þeysa í átt að Langjökli, nú eða Snæfellsjökli. Staðreyndin er sú að sífellt fleiri þjóta til fjalla til að njóta okkar stórkostlegu náttúru og þar spila jöklarnir stórt hlutverk. Á góðum degi má sjá tugi, jafnvel hundruð jeppa þeysa um vestanverðan Langjökul og að auki góðan fjölda vélsleða. En þrátt fyrir að upplifunin við þessar aðstæður sé stórkostleg er þetta ekki hættuleg iðja eins og hörmuleg slys á þessum slóðum hafa sýnt.  Til þess að lágmarka hættu á slysum eða óhöppum er algert lykilatriði að undirbúa ferðalagið vel, setja niður ferðaáætlun og skilja eftir hjá tengilið eða á www.safetravel.is. Nauðsynlegt er að kynna sér staðhætti og veðurspá á viðkomandi svæði. Þegar ferðast er um jökla þarf að hafa GPS tæki með í för og aka öruggar leiðir um jökulinn svo og hafa kort af sprungusvæðum á jöklinum.

Þegar lagt er af stað í ferðalagið þarf útbúnaðurinn sem með er í för að vera góður, muna eftir aukafatnaði, nesti og öðru sem þarf til að gera ferðalagið eftirminnilegt.

 

Fari svo illa að menn festi sig í sprungu, „missi dekk í sprungu“ eins og það er stundum nefnt er vissara að fara hárrétt að málum eigi ekki að fara enn verr. Hið fyrsta sem þarf að gera er að tryggja viðkomandi í bílinn með línu svo hann falli ekki niður í þær sprungur sem þarna eru. Hið sama á að gilda með alla sem fara út úr bílnum. Menn eiga aldrei að vera á ferð á jöklum þar sem sprungur kunna að leynast án þess að vera tryggðir, fastir við bíl eða á annan hátt.

 

Enginn á að ferðast utan alfaraleiða án þess að vera með fjarskiptabúnað hvort sem það er farsími, talstöð eða annað sem öruggt er að virki á því svæði sem ferðast er um. Sjúkrabúnaður á líka að vera í hverjum bíl og ekki síður helstu auka- og varahlutir til að geta sinnt því viðhaldi sem getur komið upp. Hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg er boðið upp á námskeið fyrir almenning þar sem farið er í það helsta sem skiptir máli varðandi örugga ferðamennsku á jeppum. Á námskeiðinu er bæði bókleg og verkleg kennsla.

 

Við höfum verið minnt á það nú í vetur að Kári skiptir snöggt um skap því þessi vetur hefur verið ansi umhleypingasamur. Það er því aldrei nógu oft minnt á að kanna aðstæður áður en lagt er af stað – betra er heima setið en af stað farið þegar veður er válynt. Veðurspána á alltaf að skoða vel og tryggja að með í för sé nauðsynlegur búnaður s.s. fjarskiptatæki, sjúkrabúnaður og annað sem gæti þurft að nota. Á vef Sjóvá www.sjova.is má finna gott vindakort sem bílstjórar með eftirvagna ættu að nýta sér.

 

Góður undirbúningur ferðalags eykur líkur á ánægjulegri heimkomu og ekki síður jákvæðu og eftirminnilegu ferðalagi.

 

Jónas Guðmundsson, Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is