Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. apríl. 2012 05:01

Bókin Dauðinn í Dumbshafi komin út í kilju

Bókaútgáfan Hólar hefur nú gefið út í kilju bókina Dauðinn í Dumbshafi – Íshafsskipalestirnar frá Hvalfirði og sjóhernaður í Norður Íshafi 1940 – 1943 eftir Skagamanninn Magnús Þór Hafsteinsson. Þetta er fjórða prentun bókarinnar frá því hún kom á markað fyrir síðustu jól. Eldri prentanir voru gersamlega uppseldar í byrjun mars. Til að svara sífelldri eftirspurn var því ákveðið að prenta bókina í léttri og handhægri kilju. „Fyrirspurnum eftir bókinni hefur vart linnt frá því hún seldist upp. Við settum nokkur síðustu eintökin á bókamarkaðinn í Perlunni og þau hurfu strax fyrstu dagana sem hann var opinn“, segir Guðjón Helgi Eríksson útgefandi Hóla. Bókin hefur hlotið afar góðar viðtökur og einróma lofsamlega dóma.

„Bók Magnúsar Þórs hefur gengið afar vel. Við finnum að hún er að vekja mjög jákvæða og góða athygli á Hvalfirði og Vesturlandi eins og landsmenn hafa notið í sjónvarpsumfjöllun um hana. Þegar fólk sem kom á bókamarkaðinn og spurði eftir Dauðanum í Dumbshafi en var sagt að hún væri uppseld þá keyptu margir ferðabók um Hvalfjörð í staðinn. Þetta bendir til að mikill vaxandi áhugi sé á þessu svæði í kjölfar útgáfu Dauðans í Dumbshafi. Vonandi skilar það sér nú í aukinni umferð ferðafólks um páskana, seinna í vor og í sumar,“ bætir Guðjón Helgi við.

 

Magnús Þór, höfundur bókarinnar, hefur haldið fyrirlestra og myndasýningar um efni bókarinnar undanfarið sem hafa verið mjög vel sóttir. Þá fékk bókin rækilega umfjöllun í bókmenntaþætti Egils Helgasonar, Kiljunni, í Ríkissjónvarpinu þar sem meðal annars var farið á slóð íshafsskipalesta í Hvalfirði.

 

-fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is