Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Rismál. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. apríl. 2012 06:40

Lionsmenn gáfu sjúkrahúsinu tæki til liðskiptaaðgerða

Við athöfn í matsal sjúkrahússins á Akranesi á þriðjudaginn í síðustu viku afhenti Lionsklúbbur Akraness sjúkrahúsinu að gjöf tæki til liðskiptaaðgerða. Í máli Jakobs Jónssonar formanns klúbbsins kom fram að nýju tækin myndu leysa af hólmi eldri tæki sem komin eru til ára sinna. Guðjón Brjánsson framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands sagði þegar hann veitti gjöfinni viðtöku að hún kæmi sér gríðarlega vel ekki síst nú þegar stofnunin þarf að nýta sem best sérstöðu sína og styrkleika, en liðskiptaaðgerðirnar eru ein af sérsviðum sjúkrahússins á Akranesi. Þar eru framkvæmdar að jafnaði þrjár aðgerðir í viku og allt upp í 130 á ári. Þessar aðgerðir, sem einnig eru framkvæmdar á Landsspítalanum og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, hafa aukið mjög lífsgæði fólks að sögn Þóris Bergmundssonar framkvæmdastjóra lækninga á Heilbrigðisstofnun Vesturlands og félaga í Lionsklúbbi Akraness.

 

 

 

 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lionsklúbbur Akraness styður við starfsemi Sjúkrahúss Akraness með myndarlegum hætti, en eins og fram kom í máli Jakobs formanns klúbbsins er það orðin nokkuð föst venja að lionsmenn haldi einn fund starfsársins í húsakynnum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi. „Á tímum niðurskurðar á fjármagni til heilbrigðismála í þjóðfélaginu er samhjálp nauðsynlegri en nokkru sinni,” sagði Jakob og vék að því að aðalfjáröflun lionsmanna væri leiga á ljósakrossum í kirkjugarði Akraness um jól og áramót. „Litla ljósið sem fólk tendrar á leiði látinna ástvina sinna á hátíð ljóss og friðar verður því að afli í höndum okkar lionsmanna til að láta gott af okkur leiða. Margt smátt gerir eitt stórt og því er það von okkar að litla tækið sem við afhendum hér, létti forráðamönnum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands ögn þann lífróður sem þeir verða að róa til að stofnunin geti gegnt hlutverki sínu,” sagði Jakob, en þess má geta að búnaður sá sem lionsmenn gáfu er að verðmæti ríflega þriggja og hálfrar milljóna króna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is