Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. apríl. 2012 09:01

Söngkonur stríðsáranna í Borgarneskirkju

„Söngkonur stríðsáranna“ er yfirskrift tónleika sem Kristjana Skúladóttir leik- og söngkona hefur flutt að undanförnu við góðar undirtektir. Mun hún ásamt hljómsveit sinni flytja þessa tónleika í Borgarneskirkju annað kvöld, fimmtudaginn 12. apríl.  Á tónleikunum syngur Kristjana dægurlög sem voru vinsæl í síðari heimstyrjöldinni og hún segir frá afrekum nokkurra söngkvenna sem voru áberandi á þeim tíma. Frásagnirnar gefa tónleikunum skemmtilega dýpt og gerir upplifun áhorfenda sterkari þegar Kristjana leiðir þá aftur til fortíðar.

„Á stríðsárunum þurftu allir að leggjast á eitt í baráttunni gegn Nasistum. Söngkonurnar sem ég ætla að segja frá lögðu sitt lóð á vogarskálina þegar þær stóðu á hliðarlínunni í átökum heimsstyrjaldarinnar. Með söng sínum skildu þær oft á milli þess hvort hermenn, örmagna á sál og líkama, gæfust upp eða ekki. Þær voru á staðnum, gáfu af sér eins og þær gátu og hvöttu liðið áfram í baráttunni gegn ógninni sem var á góðri leið með að kaffæra Evrópu allri. Ég ætla líka að segja frá hvað var að gerast hér heima, hvernig Íslendingar ætluðu yfir um af hneykslan yfir þeirri nýju frumskógartónlist sem fylgdi hernámsliðinu og ungdómurinn gleypti við. Og þeirri hneisu að íslensk kona skyldi stíga á svið og flytja þessa tónlist með tilheyrandi dilli, en það var auðvitað Hallbjörg Bjarnadóttir sem átti eftir að verða afar vinsæl söngkona.“ Kristjana segir að fleiri söngkonur komi við sögu og nefnir Marlene Dietrich, Edith Piaf og Veru Lynn.

Með Kristjönu koma fram nokkrir af fremstu jasstónlistarmönnum landsins, þeir Vignir Þór Stefánsson píanóleikari, Gunnar Hrafnsson bassaleikari og Matthías Hemstock trommuleikari. Tónleikarnir hafa fengið einróma lof fyrir einlægan en jafnframt kraftmikinn flutning.

 

Tónleikarnir í Borgarneskirkju hefjast klukkan 20:30, fimmtudaginn 12. apríl.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is