Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. apríl. 2012 03:45

ÍA dregur sig úr keppni í Lengjubikarnum

ÍA er nú á toppi annars riðils í Lengjubikar karla í knattspyrnu og hefur liðið ekki tapað leik, er búið að tryggja sér öruggt sæti í úrslitakeppninni. Engu að síður hafa Skagamenn ákveðið að taka ekki taka þátt í átta liða úrslitunum þar sem liðið er á förum í æfingaferð til Spánar næstkomandi laugardag. Átta liða úrslitin munu fara fram 19. apríl á meðan liðið verður enn í æfingaferðinni. Síðasti leikur Skagamanna í deildinni fer því fram á morgun, miðvikudaginn 11. apríl, þar sem Skagamenn mæta Keflvíkingum. Þórður Þórðarson þjálfari ÍA segir þetta vera mistök sem skrifa verði bæði á kostnað KSÍ og ÍA. „Þegar verið var að setja drög að keppninni senda öll lið inn upplýsingar um hvenær þau ætluðu í æfingaferðir. En það tók enginn eftir því fyrr en nýverið að úrslitin færu fram á sama tíma og við verðum í æfingaferðinni,“ sagði Þórður.

 

 

 

 

Þórður segir jafnframt að ekki hafi verið unnt að koma til móts við Skagamenn með því að færa leikdag liðsins. „KSÍ taldi sig ekki hafa neitt svigrúm til að hreyfa við leikjunum. Þannig að við drögum okkur bara út úr keppninni og finnum góða æfingaleiki í staðinn. Þetta er auðvitað hundleiðinlegt en það er sumarið sem skiptir aðalmáli,“ segir Þórður og tekur fram að hann sé þegar búinn að finna tvo æfingarleiki í staðinn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is