Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Rismál. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. apríl. 2012 10:01

Tröppur eru hindrun – háskólanám ekki

Í síðustu viku bárust fregnir af menntskælingi einum í Borgarnesi sem hefur í burðarliðnum fjáröflunartónleika til styrktar útskriftaferð sinni til Spánar. Þetta er hún Inga Björk Bjarnadóttir, 18 ára nemi á félagsfræðabraut við Menntaskóla Borgarfjarðar. Foreldrar hennar eru Bjarni Guðjónsson og Margrét Grétarsdóttir. Inga hefur verið bundin við hjólastól frá fjögurra ára aldri en hún greindist með SMA hrörnunarsjúkdóm á 3. stigi þegar hún var einungis tveggja ára. Vegna þessa þarf hún á reglubundinni aðstoð að halda daglega vegna takmarkaðrar hreyfigetu. Til að geta farið í útskriftarferðina þurfa tveir aðstoðarmenn að fylgja henni úti en slíkt hefur í för með sér umtalsverðan aukakostnað sem Inga þarf sjálf að bera. Af þessum sökum brá Inga á það ráð ásamt góðum vinum að efna til tónleikahalds í Hjálmakletti í Borgarnesi til styrktar útskriftarferðinni. Þeir fara fram á morgun. Blaðamaður Skessuhorns brá sér í Borgarnes í síðustu viku til að ræða við Ingu um tónleikahaldið, málefni fatlaðra á Íslandi, námið og framtíðina yfir rjúkandi kaffibolla.

,,Ég fékk hugmynd um að halda tónleika og hafa þeir verið í undirbúningi í rúmlega tvo mánuði. Það vill þannig til að mikið af vinum mínum eru í tónlist en það er ég sjálf líka. Undirbúningurinn er búinn að ganga vonum framar og þegar ég byrjaði að auglýsa tónleikana á Facebook létu viðbrögðin ekki á sér standa,” segir Inga Björk.

 

Lesa má skemmtilegt viðtal við Ingu Björk í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is